Fréttir

Fundur allra fjallskiladeilda Skagafjarðar

Í hádeginu 20. febrúar bauð Landbúnaðar- og innviðanefnd öllum 14 fjallskiladeildum Skagafjarðar til fundar á Hótel Varmahlíð. Fundurnn var vel sóttur og um 40 fulltrúar fjallskiladeilda sátu fundinn.
Meira

Þremur frá Norðurlandi vestra veitt viðurkenning á Nýsveinahátíð IMFR

Þann 8. febrúar fór fram 19. Nýsveinahátíð IMFR á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels (áður Lofleiðahótelið) að viðstöddu forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, sem sá einnig um að afhenda viðurkenningarnar, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum, meisturum nýsveinanna, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet áfram í landsliðshópi U17

Tindastólsstúlkurnar Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa verið valdar í hóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli sem fram fer á Spáni daganna 7. mars til 15. mars. Auk Íslands og Spánar eru Belgía og Úkraína í riðlinum.
Meira

Alþjóðlegi Rótarýdagurinn | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Meira

Verði stórveldi með eigin her | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Meira

Topplið Hauka hafði betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í gærkvöldi en þá kláraðist síðasta umferðin í hefðbundnu deildarkeppninni. Hafnfirðingar unnu nokkuð öruggan sigur þó svo að aðeins hafi munað fjórum stigum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 90-86 en ljóst var að umferðinni lokinni að lið Tindastóls færðist úr fimmta sæti í það sjötta og tekur því í mars þátt í einfaldri umferð neðstu fimm liðanna í deildinni.
Meira

Grísk kjúklingalæri og finnsk bláberjabaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2024 var Ásta Júlía Hreinsdóttir, dóttir Camillu Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Hreins Jónssonar húsasmíðameistara á Trésmiðjunni Borg og síðar húsvarðar í Barnaskóla Sauðárkróks. Ásta Júlía ólst upp á Smáragrundinni en hún býr núna ásamt eiginmanni sínum Ágústi Magna Þórólfssyni í Kópavoginum eins og æskuvinkona hennar Hjördís Stefánsdóttir sem skoraði á hana að taka við þessum þætti.
Meira

María Neves ráðin verkefnastjóri

María Neves hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á heimasíðu Skagafjarðar segir að í starfinu felist að vinna að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í sveitarfélaginu. Um leið og María er boðin velkomin þakkar Skagafjörður þeim Sigfúsi Ólafi og Hebu fyrir samstarfið en þau voru bæði ráðin inn til Byggðastofnunar nú nýverið.
Meira

Stöndum vörð um íslenska matvælaframleiðslu!

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag bókun vegna áforma Fjármála- og efnahagsráðuneytis um niðurfellingu tolla á innfluttum jurtaolíublönduðum osti. Telur byggðarráð að verði þessi tillaga að veruleika muni hún klárlega hafa mjög neikvæð áhrif í íslenska mjólkurframleiðslu, afkomu bænda og innlenda matvælaframleiðslu.
Meira

Tollflokkun pizzaosts staðfest enn á ný | Atli Már Traustason skrifar

Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu. Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Meira